15. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:17
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Ögmundur Jónasson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis. Sigrún Magnúsdóttir og Brynhildur Pétursdóttir boðuðu forföll. Helgi Hjörvar var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Stjórnskipuleg álitamál í tengslum við EES-mál. Kl. 09:00
Á fundinn kom Stefán Már Stefánsson prófessor og fór yfir stjórnskipuleg álitaefni í tengslum við innleiðingu reglugerða og tilskipana í tengslum við EES-samninginn ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2013/37/ESB er varðar endurnot opinberra upplýsinga. Kl. 09:45
Á fundinn kom Anna G. Björnsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og gerði grein fyrir afstöðu sambandsins til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15